Fréttir

Leiðtoganám í læsi 2025 - skráning hafin!

Velferð – nám og líðan nemenda og kennara

Málþingið Velferð – nám og líðan nemenda og kennara verður haldið miðvikudaginn 23. apríl frá klukkan 14:00-16:00 Á málþinginu verður fjallað um fyrstu niðurstöður norræna rannsóknarverkefnisins INSPECT. Kynnt verða sjónarmið nemenda og kennara um ýmsa þætti náms og kennslu. Málþingið fer fram á vef og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Öll velkomin!

Tillögur um tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2025

Minnt er á að opnað hefur verið fyrir tillögur um tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna sem veitt verða í á Bessastöðum í nóvember. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi skóla- eða menntaumbótastarf, kennslu, þróunarverkefni, iðn- og verkmenntun, auk sérstakra hvatningarverðlauna.

Mannkostamenntun

Í haust býður MSHA upp á 10 eininga ECTS námskeið í Mannkostamenntun. Námskeiðið er ætlað starfandi kennurum í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Námskeiðið hefst 8. september. Skráningarfrestur er til 15. júní. Kennslan fer fram í fjarnámi yfir tvö misseri, með rafrænum lotum og verkefnavinnu. Námið kostar 250.000 kr.

Gæði kennslu - ráðstefna í Háskólanum á Akureyri

Háskólinn á Akureyri (HA) í samstarfi við Miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS), Akureyrarbæ og Kennarasamband Íslands (KÍ) bjóða á Ráðstefnu um gæði kennslu. • Staðsetning: Hátíðarsalur HA • Dagsetning: Laugardagur 5. apríl 2025 • Tími: 9:30 – 16:00

Gaman saman námskeið í HA í mars!

Gaman saman er leikjanámskeið byggt á námsefni sem Miðstöð skólaþróunar í HA hefur verið að þróa. Námskeiðinu fylgir leikjabókin Gaman saman á rafrænu formi.

Nýtt námsefni á Degi leikskólans

Í tilefni af Degi leikskólans kynnum við nýtt og spennandi námsxefni, Samræðustundir í Orðaleik. Námsefnið er hægt að nýta til að efla samræðu- og tjáningarhæfni leikskólabarna. Það samanstendur af handbók og átta bókum með myndum og samræðukveikjum sem tengjast orðaþemum Orðaleiks. Námsefnisgerðin var styrkt af Þróunarsjóði námsgagna og er efnið notendum að kostnaðarlausu og aðgengilegt á vef.

Leiðsagnarnám á Laugum – fræðsla á 100 ára afmælisári skólans

Vorönnin byrjaði vel hjá Önnu Sigrúnu, fyrsta verkefnið hennar var ferð austur fyrir fjall í Framhaldsskólann á Laugum þar sem að hún var með vinnustofu um leiðsagnarnám fyrir kennara og starfsfólk. Framhaldsskólinn á Laugum er rótgróinn heimavistarskóli með frábærri aðstöðu til náms, félagslífs og íþróttaiðkunar. Á árinu heldur skólinn upp á 100 ára afmæli og er undirbúningur hafinn til að fagna þessum merku tímamótum.

Gleðiega hátíð

Kæru samstarfsfélagar og viðskiptavinir, Við sendum ykkur ihátíðarkveðjur og óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Á árinu sem er að líða höfum við unnið að fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum með öflugum hópum fólks úr skólum um allt land. Við erum þakklát fyrir samstarfið og samstarfiið og hlökkum til að spennandi verkefna á komandi ári. Við viljum jafnframt fagna nýjum kafla í okkar sögu og deila með ykkur þeim tíðindum að við höfum flutt höfuðstöðvar okkar í miðbæinn og erum nú til húsa á fjórðu hæði í Hafnarstræti 95. Við hlökkum til að taka á móti ykkur á nýjum stað á nýju ári. Jólakveðjur, Starfsfólk Miðstöðvar skólaþróunar

Gaman saman námskeið í HA í janúar!