Miðstöðin hefur boðið upp á stuðning við innleiðingu á leiðsagnarnámi í grunn- og framhaldsskólum í nokkur ár. Leiðsagnarnám eflir námsvitund nemenda og kennara. Það byggir á sjálfskoðun, gagnkvæmri endurgjöf og að gera nemendum kleift að skilja hvað þeir læra, hvernig þeir læra og hvernig þeir geta náð markmiðum sínum.
Árið byrjaði vel hjá Önnu Sigrúnu en hennar fyrsta verk var að vera með innlegg um leiðsagnarnám fyrir kennara í Framhaldsskólanum á Laugum. Framhaldsskólinn á Laugum er rótgróinn heimavistarskóli með frábærri aðstöðu til náms, félagslífs og íþróttaiðkunar. Á árinu heldur skólinn upp á 100 ára afmæli og er undirbúningur hafinn til að fagna þessum merku tímamótum.
MSHA óskar Framhaldsskólanum á Laugum til hamingju með komandi 100 ára afmæli og Anna Sigrún þakkir fyrir góðar móttökur og frábæran dag!
👉 Nánar má lesa um leiðsagnarnám MSHA hér á heimasíðunni okkar.