Fréttir

Gaman saman námskeið í HA í mars!

Gaman saman er leikjanámskeið byggt á námsefni sem Miðstöð skólaþróunar í HA hefur verið að þróa. Námskeiðinu fylgir leikjabókin Gaman saman á rafrænu formi.

Nýtt námsefni á Degi leikskólans

Í tilefni af Degi leikskólans kynnum við nýtt og spennandi námsxefni, Samræðustundir í Orðaleik. Námsefnið er hægt að nýta til að efla samræðu- og tjáningarhæfni leikskólabarna. Það samanstendur af handbók og átta bókum með myndum og samræðukveikjum sem tengjast orðaþemum Orðaleiks. Námsefnisgerðin var styrkt af Þróunarsjóði námsgagna og er efnið notendum að kostnaðarlausu og aðgengilegt á vef.