17.05.2021
Haustið 2020 fórum við í það verkefni að setja samskipta- og samræðunámskeiðin okkar; Samskipti stúlkna og Krakkaspjall í rafrænan búning. Námskeiðin voru haldin á netinu bæði á haust- og vorönn við góðar undirtektir. Nú hefur Unglingaspjallið bæst í hópinn og í haust verður í fyrsta sinn boðið upp á samskipta- og samræðunámskeiðið Félagaspjall.
07.05.2021
Við bjóðum upp á tveggja ára þróunarstarf sem miðar að því að efla og innleiða leiðsagnarnám í skóla. Leiðsagnarnám felst í að fylgjast með námsferli nemenda og nota niðurstöðurnar til að breyta náms- og kennsluháttum. Í skólum þar sem unnið er með leiðsagnarnám eflist námsvitind nemenda og skilningur þeirra á því hvernig þeir geta hagað námi sínu til að ná sem bestum árangri.