Leiðsagnarnám á Laugum – fræðsla á 100 ára afmælisári skólans
13.01.2025
Vorönnin byrjaði vel hjá Önnu Sigrúnu, fyrsta verkefnið hennar var ferð austur fyrir fjall í Framhaldsskólann á Laugum þar sem að hún var með vinnustofu um leiðsagnarnám fyrir kennara og starfsfólk. Framhaldsskólinn á Laugum er rótgróinn heimavistarskóli með frábærri aðstöðu til náms, félagslífs og íþróttaiðkunar. Á árinu heldur skólinn upp á 100 ára afmæli og er undirbúningur hafinn til að fagna þessum merku tímamótum.