Fréttir

Gleðiega hátíð

Kæru samstarfsfélagar og viðskiptavinir, Við sendum ykkur ihátíðarkveðjur og óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Á árinu sem er að líða höfum við unnið að fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum með öflugum hópum fólks úr skólum um allt land. Við erum þakklát fyrir samstarfið og samstarfiið og hlökkum til að spennandi verkefna á komandi ári. Við viljum jafnframt fagna nýjum kafla í okkar sögu og deila með ykkur þeim tíðindum að við höfum flutt höfuðstöðvar okkar í miðbæinn og erum nú til húsa á fjórðu hæði í Hafnarstræti 95. Við hlökkum til að taka á móti ykkur á nýjum stað á nýju ári. Jólakveðjur, Starfsfólk Miðstöðvar skólaþróunar

Gaman saman námskeið í HA í janúar!

Geðrækt í leikskóla

Þann 7. nóvember var haldin ráðstefna um geðrækt í leikskólum í Háskólanum á Akureyri. Tólf leikskólar á Eyjafjarðarsvæðinu stóðu að ráðstefnunni í samstarfi við Miðstöð skólaþróunar og voru ráðstefnugestir um 360 talsins. Ráðstefnan var vel heppnuð og varpaði ljósi á ýmsa þætti sem áhrif á líðan barna og starfsfólks í leikskólum. 

Íslensku menntaverðlaunin 2024 veitt á Bessastöðum

Íslensku menntaverðlaunin 2024 voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 5. nóvember. Verðlaunin eru veitt í fimm flokkum; fyrir framúrskarandi skóla- eða menntaumbótastarf, kennslu, þróunarverkefni, iðn- og verkmenntun, auk sérstakra hvatningarverðlauna. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Að auki er veitt hvatning til einstaklings, hóps eða samtaka sem stuðlað hafa að menntaumbótum er þykja skara fram úr. Verðlaunin ná til allra skólastiga, sem og til listnáms og félags- og tómstundastarfs.

Minning um Rósu Eggertsdóttur

Rósa Eggertsdóttir, fyrrverandi sérfræðingur hjá Miðstöð skólaþróunar HA, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri að kvöldi 17. október eftir langa og hetjulega baráttu við Parkinson-sjúkdóminn. Rósa hóf störf sem sérfræðingur við Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri árið 1999 og varð starfsmaður Skólaþróunarsviðs kennaradeildar (sem nú er Miðstöð skólaþróunar við HA) við stofnun þess 2001 þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Meginviðfangsefni Rósu allan hennar starfsferil hjá HA voru læsi, skólaþróun og starfsþróun kennara. Þessi þrjú meginviðfangsefni sameinaði hún í þróunarverkefninu Byrjendalæsi sem hún var höfundur að og var meginviðfangsefni hennar hjá Miðstöð skólaþróunar. Í ár eru liðin 20 ár frá því að fyrstu skólarnir tóku þátt í því verkefni og í dag eru um 60 skólar virkir þátttakendur í því. Það hefur náð til mörg hundruð kennara og þúsunda nemenda. Byrjendalæsi var brautryðjendastarf, unnið af djúpri þekkingu á læsi, víðtækri þekkingu á starfsþróun og ráðgjöf við kennara, virðingu fyrir börnum og umhyggju fyrir velferð þeirra og menntun.

Vel sótt Námstefna í Byrjendalæsi

Föstudaginn 13. september síðastliðinn fór fram Námstefna í Byrjendalæsi við Háskólann á Akureyri, þar sem kennarar og áhugafólk um læsi á yngsta stigi grunnskólans kom saman til að eiga samtal um læsi og deila spennandi hugmyndum og aðferðum. 

Ráðstefnan Hvað er að vera læs?

Ráðstefnan Hvað er að vera læs? var haldin á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og Miðstöðvar skólaþróunar í Háskólanum á Akureyri á dögunum. Á ráðstefnunni var fjallað um læsi í víðum skilningi og hvernig huga þarf að öllum þáttum læsis í kennslu s.s. lesskilningi, lesfimi, ritun og miðlun. Auk aðalfyrirlesara var boðið upp málstofuerindi og vinnustofur þar kennarar og fræðimenn kynntu aðferðir og reifuðu ýmis mál er lúta að læsi á leik-, grunn-, framhalds-, og háskólastigi. 

Byrjendalæsisnámskeið 2024

Haustdagar grunnskólanna við Eyjafjörð

Haustdagar grunnskólanna við Eyjafjörð voru haldnir 13. og 14. ágúst í Háskólanum á Akureyri þar komu saman starfsfólk og stjórnendur úr 16 grunnskólum á svæðinu. Haustdagarnir hafa aldrei verið fjölmennari en um 300 kennarar, stjórnendur og starfsfólk grunnskóla tóku þátt. Boðið var upp á áhugaverða fyrirlestra og námskeið um ýmis efni sem tengjast námi og kennslu, farsæld og velferð nemenda og starfsfólks í grunnskólum.

Námstefna í Byrjendalæsi