RHA og miðstöð skólaþróunar við HA hljóta styrk vegna rannsóknar á samfélagslegu hlutverki háskóla
29.03.2011
Menntamálaráðherra samþykkti að Rannsóknastofa um háskóla auglýsti í janúar
síðastliðnum styrk til rannsóknar á eftirfarandi viðfangsefnum:
Hvernig skilja íslenskir háskólakennarar og sérfræðingar starfsskyldur sínar og fagmennsku?
Hvernig skilja íslenskir háskólakennarar samfélag sitt og samfélagslegar skyldur?
Rannsóknina má rekja til þess að í kjölfarið á hruni íslenska bankakerfisins var kallað eftir
ítarlegri endurskoðun og mati á ýmsum gildum sem samfélagið hefur verið reist á. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var
m.a. vikið að háskólasamfélaginu og gagnrýni á það kom fram. Samþykkti menntamálaráðherra árið 2010
tillögu stjórnar Rannsóknastofu um háskóla um að fé yrði varið til að vinna að rannsóknum á háskólunum í
þessu samhengi.
RHA og miðstöð skólaþróunar HA hlutu þennan styrk og í raun má líta svo á að með honum
sé verið að hrinda af stað stærri rannsókn á þeim viðfangsefnum sem greint var frá að ofan.
Lesa meira