Fréttir

Vorráðstefnu miðstöðvar skólaþróunar við HA lokið

Vorráðstefnu miðstöðvar skólaþróunar Hugurinn ræður hálfum sigri, framþróun og fagmennska er lokið. Forstöðumaður miðstöðvar skólaþróunar Birna Svanbjörnsdóttir sleit ráðstefnunni og minnti ráðstefnugesti á fyrirhugaða Byrjendalæsisráðstefnu í haust þann 8. september 2012. Hún sagði einnig frá næstu vorráðstefnu en ráðstefnan verður helguð skólanum og nærsamfélaginu og fer fram 13. apríl 2013. Bestu þakkir færum við þeim sem lögðu efni til ráðstefnunnar og ráðstefnugestum þökkum við fyrir komuna. Vonandi sjáumst við á næstu ráðstefnum miðstöðvar skólaþróunar HA. Heiðursgestur ráðstefnunnar var Trausti Þorsteinsson fyrrum forstöðumaður miðstöðvar skólaþróunar og lektor við Háskólann á Akureyri. Í erindi sínu fjallaði Trausti um fagmennsku kennara og forystu þeirra í starfsþróun.