Samræðuþing Hugleiks - 2017


Samræðuþing Hugleiks

Nú líður að uppskeruhátíð verkefnisins Hugleikur samræður til náms þetta vorið. Við ætlum að koma saman til þess að fagna góðum árangri og samveru í vetur. Um 50 kennarar af leik-, grunn- og framhaldsskólastigi hafa komið saman á samræðusmiðjum í vetur til þess að læra um samræðuaðferðir og auka færni sína í að nota aðferðirnar á vettvangi með nemendum. Megin hugmyndin er að kennarar geti með samræðuaðferðum eflt hæfni nemenda til að draga ályktanir og skapa merkingu, spyrja rannsakandi og gagnrýninna spurninga, taka upplýsta afstöðu í samræðum og umfram allt eiga góðar, gefandi og lærdómsríkar samræður. Miðvikudaginn 17. maí nk. býðst kennarahópnum og öðrum þeim sem áhuga hafa tækifæri til að hittast á þingi sem helgað er samræðum. Á þinginu ætlar Jason Buckley að segja frá samræðuaðferðum og taka nokkrar samræðuæfingar með þinggestum. Jason Buckley hefur umsjón með vefsíðunni The Philosophy Man sem mörg ykkar eflaust þekkið, hann er samræðukennari og kennari við SAPERE verkefnið. SAPERE verkefnið er rótgróið og vinsælt samræðuverkefni á Englandi og hefur það að hluta til verið fyrirmynd verkefnisins Hugleikur samræður til náms. Á síðustu 25 árum hafa yfir 27.000 kennarar fengið leiðsögn um samræðuaðferðir í gegnum SAPERE verkefnið.

 

Dagskrá þingsins
(Tímasetningar geta breyst innan tímarammans)

Kl.

14.00

Setning

14.10    

Philosophy Circles: How to Embed P4C in the Curriculum

Jason Buckley, The Philosophy Man (http://www.thephilosophyman.com/) og samræðukennari í SAPERE verkefninu (www.sapere.org.uk)

15.30

Kaffihlé

15.45   

Philosophy Circles: How to Embed P4C in the Curriculum

Jason Buckley, The Philosophy Man (http://www.thephilosophyman.com/) og samræðukennari í SAPERE verkefninu (www.sapere.org.uk)

17.00   

Þinglok

 

 

 

Allir kennarar sem áhuga hafa á að efla samræður í skólastarfi eru velkomnir á þingið en sérstaklega hvetjum við þá kennara sem tekið hafa þátt í verkefninu í vetur til að vera með og taka með  sér samkennara sína. Í vetur voru kennarar úr Glerárskóla, Hríseyjarskóla, Lundarseli, Lundarskóla, Oddeyrarskóla, Síðuskóla og Verkmenntaskólanum á Akureyri með í verkefninu Hugleikur samræður til náms.

Þingið er endurgjaldslaust en við mælumst til þess að þeir sem ætla að mæta á þingið skrái þátttöku sína fyrir 
föstudaginn 12. maí, það einfaldar skipulagið J.

Skráning á samræðuþing Hugleiks

Fyrirhugað er að bjóða skólum verkefnið skólaárið 2017–2018. Þeir skólar sem áhuga hafa á því að vera með næsta skólaár vinsamlega hafið samband (sz@unak.is) og fáið nánari upplýsingar.

Verkefnið Hugleikur samræður til náms er styrkt af Akureyrarbæ, Háskólasjóði KEA, Rannsóknasjóði HA og Verkefnasjóði HA.

 

 Bréf til þinggesta frá Jason Buckley

Philosophy Circles: How to Embed P4C in the Curriculum
University of Akureyri, Room N102, 17th May, 14:00–17:00
Free but advance registration required

In this lively half-day workshop, Jason Buckley, a leading trainer and writer in philosophy for children, will share the principles of Philosophy Circles. This is a streamlined approach to P4C which has been developed over 8 years of intensive practice and experimentation. The workshop will be accessible to those without prior experience, but will also provide valuable tools and insights to experienced practitioners. Designed to more flexible than the traditional stage-based model, it is built around three principles:

Get Moving - engaging, physical thinking activities that get all children speaking 

Y-Questions - finding challenging questions that lead to a clash of reasonable opinions, often within the wider curriculum

Take A Back Seat - techniques that allow teachers to change their role and give children greater independence 

More information can be found about Philosophy Circles at www.thephilosophyman.com/open-course Please note that that page describes a full-day, paid-for course happening in the UK. We will not be able to cover the full content in half the time, and only taster resources are included in this free workshop, but it gives you a flavour of the course. All those attending will also receive free copies of the Philosophy Circles and Thinkers’ Games minibooks.

Vefur Jason Buckley 
http://www.thephilosophyman.com/