Gaman saman námskeið í HA í mars!

Námskeiðið er fyrir alla sem vinna með nemendum á mið- og unglingastigi.

Gaman saman er leikjanámskeið byggt á námsefni sem Miðstöð skólaþróunar í HA hefur verið að þróa. Námskeiðinu fylgir leikjabókin Gaman saman á rafrænu formi.

Á námskeiðinu læra þátttakendur samskiptaleiki og ísbrjóta sem hægt er að nota til að byggja upp traust og jákvæð tengsl í nemendahópum. Samskiptaleikir í skólastarfi þjappa hópum saman, gefa nemendum tækifæri til að kynnast og skapa góðan bekkjarbrag. Í leikjunum er lögð áhersla á að byggja upp traust með reglulegum samskiptum þar sem næg tækifæri gefast til samveru, samræðna og samvinnuverkefna.

Námskeiðið kostar 20.000 og verður haldið í Háskólanum á Akureyri 26. mars 2025 frá klukkan 14:00-16:00.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG!