Árangur af þróunarstarfi
08.03.2012
Fræðslufundur haldinn að Sólborg við Norðurslóð, 15. mars 2012 kl. 15:20-16:20 í L-202
Þorgerður Sigurðardóttir, skólastýra Lundarskóla á Akureyri
Árangur af þróunarstarfi.
Rannsókn á tveimur þróunarverkefnum í grunnskóla.
Erindið byggir á samnefndu meistaraprófsverkefni frá HA vorið 2011. Í erindinu verður greint frá rannsókn sem gerð var á tveimur
þróunarverkefnum í grunnskólum sem hófust haustið 2004.
Rannsóknarspurningin var „Hvaða árangur varð af tveimur þróunarverkefnum í grunnskólum og hvað í undirbúningi og
framkvæmd þeirra skýrir hann?
Í rannsókninni kom fram að lagt var upp með áætlanir, markmið og tilgang með verkefnunum í báðum þróunarverkefnunum og
töldu þeir sem stóðu að þeim að þessir þættir hefðu verið öllum sem þátt tóku ljósir. Rannsóknin
leiddi í ljós að svo var ekki og þó svo að flestir þættir sem fræðin um skólaþróun telja forsendu þess að
þróunarverkefni nái fótfestu hafi verið hafðir í huga í upphafi, var margt sem truflaði ferlið. Það kom einnig fram að
margt af því sem lagt var upp með náði að festast í sessi en annað ekki. Í dag fimm árum síðar eru kennarar
ánægðir með það sem náði fram að ganga og telja sig hafa lært af því. Viðmælendur töluðu langflestir um að
þeir teldu að betur hefði tekist til ef ætlaður hefði verið meiri tími til verkefnanna og ef ráðgjöf og eftirfylgd við þau hefði
verið meiri, bæði meðan á innleiðingu stóð og eftir hana.