08.11.2024
Þann 7. nóvember var haldin ráðstefna um geðrækt í leikskólum í Háskólanum á Akureyri. Tólf leikskólar á Eyjafjarðarsvæðinu stóðu að ráðstefnunni í samstarfi við Miðstöð skólaþróunar og voru ráðstefnugestir um 360 talsins. Ráðstefnan var vel heppnuð og varpaði ljósi á ýmsa þætti sem áhrif á líðan barna og starfsfólks í leikskólum.
07.11.2024
Íslensku menntaverðlaunin 2024 voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 5. nóvember. Verðlaunin eru veitt í fimm flokkum; fyrir framúrskarandi skóla- eða menntaumbótastarf, kennslu, þróunarverkefni, iðn- og verkmenntun, auk sérstakra hvatningarverðlauna.
Markmið verðlaunanna er að vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Að auki er veitt hvatning til einstaklings, hóps eða samtaka sem stuðlað hafa að menntaumbótum er þykja skara fram úr. Verðlaunin ná til allra skólastiga, sem og til listnáms og félags- og tómstundastarfs.