Fréttir

Jólasaga um Pottasleiki og óþekku Björgu eftir Heru Þöll Árnadóttur.

Hera Þöll samdi þessa jólasögu þegar hún var 11 ára og nú tveimur árum síðar gáfu hún og foreldrar hennar góðfúslegt leyfi til handa Skólaþróunarsviði Háskólans á Akureyri að nýta söguna í þágu Byrjendalæsis.

Byrjendalæsisblaðið

Út er komið 3. tölublað 2. árgangs af Byrjendalæsisblaðinu. Að útgáfunni stendur Skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri og er blaðinu ætlað að styðja við kennara sem vinna í 1. og 2. bekk eftir aðferðum Byrjendalæsis.Efni blaðsins er að venju fjölbreytt ber þar hæst:Umfjöllun um lykilorð Stöðvavinnu Hugsað upphátt - sem námsaðferð Heimavinna

Fræðslufundur á vegum skólaþróunarsviðs

Þann 4. desember verður haldinn fræðslufundur á vegum skólaþróunarsviðs. Að þessu sinni flytur Sverrir Haraldsson kennari í Framhaldsskólanum á Laugum erindi sem hann nefnir Hvernig lífsleikni? Staða lífsleikni í fjórum íslenskum framhaldsskólum.

Linda Darling-Hammond kemur ekki

Bandaríski fræðimaðurinn Linda Darling-Hammond verður ekki meðal aðalfyrirlesara á ráðstefnunni Að kunna að taka í þann strenginn sem við á þann 19. apríl n.k.