Mannkostamenntun - 10 ECTS einingar á framhaldsstigi
02.05.2023
Námskeiðið er nýtt starfstengt 10 eininga ECTS námskeið á meistarastigi. Kennsla fer fram á tveimur misserum og geta nemendur lokið náminu á einu skólaári. Gert er ráð fyrir því að þátttakendur séu starfandi kennarar og hafi möguleika á að tengja námið við starfsvettvang.