Það verður hverjum að list sem hann leikur

Það verður hverjum að list sem hann leikur
Lifandi starfsþróun - árangursríkt skólastarf


Vorráðstefna um menntavísindi á vegum miðstöðvar skólaþróunar HA og í samstarfi við Fagráð um starfsþróun kennara.

Þann 5. apríl 2014 var haldin á Akureyri árleg vorráðstefna miðstöðvar skólaþróunar HA. Að þessu sinni var ráðstefnan tileinkuð starfsþróun og árangursríku skólastarfi. Skólastarf er lifandi og síbreytilegt, háð innri og ytri þáttum sem hafa áhrif á möguleika til eflingar og þróunar þeirra sem þar starfa. Horft er til þess að þróun skóla sem stofnana og starfsþróun kennara fari saman og þeirri spurningu velt upp hvað einkennir árangursríkt skólastarf?

Efni ráðstefnunnar var að venju sniðið að leik-, grunn- og framhaldsskólum.

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar:

  • Kari Smith, prófessor við háskólann í Bergen í Noregi
    glærur 
  • Jón Torfi Jónasson, prófessor við kennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands
    glærur 
  • Sigurður Kristinsson, prófessor við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri
    glærur 
  • Samræðuhópur ungs fólks undir leiðsögn Sigurðar Smára Jónssonar og Vordísar Guðmundsdóttur nemenda við kennaradeild HA.
 
Auk aðalfyrirlestra og samræðuhóps voru málstofur þar sem reifuð voru ýmis mál sem lúta að starfsþróun og árangursríku skólastarfi og samræðulota um starfsþróun í umsjón Fagráðs um starfsþróun kennara.