Fréttir

Frábært að hlusta á allt þetta fólk og fá nýjar hugmyndir!

Um helgina fór fram á vegum miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri námstefna um Byrjendalæsi og ráðstefnan Læsi til samskipta og náms. Yfir 300 áhugasamir og ánægðir kennarar tóku þátt í ráðstefnuhaldinu og var þeim boðið upp á fjölbreytta og spennandi dagskrá.

Mikill áhugi er á læsisráðstefnu MSHA

Um næstu helgi verður haldin ráðstefna um menntavísindi á vegum miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á Akureyri. Ráðstefnan er að þessu sinni tileinkuð læsi og samskiptum til náms og hafa um 300 manns hafa skráð sig til þátttöku.