Hvert er raunverulegt markmið menntunar? Samkvæmt Aristótelískri hugsun er það ekki bara betri einkunnir eða árangur á vinnumarkaði, heldur að lifa góðu og innihaldsríku lífi. Mannkostamenntun byggir á þeirri sýn að menntun eigi að efla siðferðisþroska, dýpka skilning og styrkja dygðir á borð við góðvild, réttlæti, hluttekningu og umhyggju.
Í námskeiðinu Mannkostamenntun fá kennarar tækifæri til að kynnast hugmyndafræði mannkostamenntunar og innleiða hana í eigin kennslu. Námskeiðið er ætlað starfandi kennurum í leik-, grunn- og framhaldsskólum.
Námskeiðið hefst 8. september.
Skráningarfrestur er til 15. júní.
Kennslan fer fram í fjarnámi yfir tvö misseri, með rafrænum lotum og verkefnavinnu.