Fréttir

Fræðslufundi frestað - Bókvitið verður í askana látið ... en ekki verknámið

Fræðslufundinum með Hildi Betty Kristjánsdóttur hefur verið frestað til 5. maí. Fræðslufundur verður haldinn fimmtudaginn 5. maí kl. 16:30. Þar flytur Hildur Betty Kristjánsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, verkefnastjóri hjá SÍMEY fyrirlestur sem byggir á niðurstöðum rannsóknar um tengsl bók-, list og verknáms á unglingastigi. Fundurinn er haldinn í húsnæði Háskólans á Akureyri, Sólborg við Norðurslóð í stofu L101 og er öllum opinn. Umræða um stöðu list- og verkgreina hefur farið fram á Íslandi um alllangt skeið. Hún hefur einkennst af því hvernig auka megi vægi þeirra innan skólakerfisins. Fram kemur í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 að ráðherra lætur grunnskólum í té aðalnámskrá og í 24. gr. er lögð áhersla á jafnvægi milli bók- og verklegs náms. Markmið rannsóknarinnar var að öðlast skilning á tengslum bók-, list- og verknáms á unglingastigi grunnskóla með því að kanna viðhorf viðmælenda sem hafa faglega þekkingu, reynslu og skoðanir á þessu sviði. Eftirfarandi spurning lá til grundvallar; Hvaða möguleikar eru á að viðhafa val á milli bók-, list- og verknáms á unglingastigi? Í kynningunni verður gerð grein fyrir fræðilegum þáttum sem lagðar voru til grundavallar í rannsóknninni og niðurstöður rannsóknarinnar kynntar.