Fréttir

Nýtt námsefni á Degi leikskólans

Í tilefni af Degi leikskólans kynnum við nýtt og spennandi námsxefni, Samræðustundir í Orðaleik. Námsefnið er hægt að nýta til að efla samræðu- og tjáningarhæfni leikskólabarna. Það samanstendur af handbók og átta bókum með myndum og samræðukveikjum sem tengjast orðaþemum Orðaleiks. Námsefnisgerðin var styrkt af Þróunarsjóði námsgagna og er efnið notendum að kostnaðarlausu og aðgengilegt á vef.

Leiðsagnarnám á Laugum – fræðsla á 100 ára afmælisári skólans

Vorönnin byrjaði vel hjá Önnu Sigrúnu, fyrsta verkefnið hennar var ferð austur fyrir fjall í Framhaldsskólann á Laugum þar sem að hún var með vinnustofu um leiðsagnarnám fyrir kennara og starfsfólk. Framhaldsskólinn á Laugum er rótgróinn heimavistarskóli með frábærri aðstöðu til náms, félagslífs og íþróttaiðkunar. Á árinu heldur skólinn upp á 100 ára afmæli og er undirbúningur hafinn til að fagna þessum merku tímamótum.