Læsi til samskipta og náms


Í tengslum við alþjóðadag læsis efnir miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri til ráðstefnu um læsi laugardaginn 13. september 2014. Fjallað verður um læsi út frá margvíslegum sjónarhornum og er efni ráðstefnunnar sniðið að leik-, grunn- og framhaldsskólum.

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar verða:

  • Dr. Sue Ellis, prófessor í menntunarfræðum við Stratclyde háskólann í Glasgow 
  • Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, sérfræðingur við miðstöð skólaþróunar HA
  • Finnur Friðriksson, dósent við hug- og félagsvísindasvið HA

Auk aðalfyrirlestra verða málstofur þar sem kynnt verða og reifuð ýmis mál er lúta að læsi og árangursríku skólastarfi s.s. nýlegar íslenskar rannsóknir, árangursríkar leiðir og þróunarverkefni. 

Dagskrá ráðstefnu

Upplýsingar varðandi ráðstefnuna veita Rannveig Oddsdóttir, sími 460-8588, netfang: rannveigo@unak.is og Ingibjörg Auðunsdóttir, sími 460- 8580, netfang: ingibj@unak.is