Læsi - skilningur og lestraránægja
Ráðstefna um menntavísindi á vegum Menntamálastofnunar og Miðstöðvar skólaþróunar HA
Haldin í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 17. september 2016
Læsi er einn grunnþáttur menntunar og felur í sér lestur, talað mál, ritun og hlustun. Meginmarkmið læsis er að börn og ungmenni séu virkir þátttakendur í námi sínu og lífi. Það að læra að lesa á unga aldri þarf ekki að vera ávísun á læsi einstaklings síðar meir. Nauðsynlegt er að viðhalda og þróa lestrarfærni alla skólagönguna, flétta henni saman við aðra þætti læsis og stuðla að skilningi. Skilningur er ein grundvallarforsenda ánægjulegrar upplifunar af lestri en skilningur gerir lesanda kleift að lifa sig inn í efnið og draga ályktanir. Ef lestraránægja og innri hvati er ekki til staðar getur það hamlað árangri. Hvernig förum við að því að kveikja neistann, viðhalda honum og stuðla að farsælu og árangursríku læsi barna og ungmenna alla þeirra skólagöngu?
Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar:
- Steven L. Layne – Prófessor við Judson háskóla í Bandaríkjunum (lestraránægja)
- Katrín Frímannsdóttir, matsfræðingur, lektor og deildarstjóri matssviðs í Mayo Clinic College of Medicine í Bandaríkjunum (mat)
- Stephanie Gottwald – Frá Miðstöð rannsókna um lestur og mál við Tufts háskóla, Boston í Bandaríkjunum (lesskilningur)
- Brynjar Karl Óttarsson grunnskólakennari (talað mál og ritun með unglingum)
Auk aðalfyrirlestra verða málstofur þar sem reifuð verða ýmis mál er lúta að læsiskennslu með áherslu á skilning og lestraránægju.
#læsi16
Dagskrá ráðstefnunnar
Ráðstefnurit
Veggspjald
Athugið að tilkynna þarf forföll með 3 daga fyrirvara annars greiðist fullt ráðstefnugjald, síðasti dagur til að tilkynna forföll er 14. september