Ráðstefnan Hvað er að vera læs?

Ráðstefnan Hvað er að vera læs? var haldin á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og Miðstöðvar skólaþróunar í Háskólanum á Akureyri á dögunum. Á ráðstefnunni var fjallað um læsi í víðum skilningi og hvernig huga þarf að öllum þáttum læsis í kennslu s.s. lesskilningi, lesfimi, ritun og miðlun. Auk aðalfyrirlesara var boðið upp málstofuerindi og vinnustofur þar kennarar og fræðimenn kynntu aðferðir og reifuðu ýmis mál er lúta að læsi á leik-, grunn-, framhalds-, og háskólastigi. 

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar voru:

  • Auður Soffíu Björgvinsdóttir aðjúnkt og doktorsnemi við menntavísindasvið HÍ og Guðbjörg R. Þórisdóttir læsisráðgjafi hjá MMS 
  • Bragi Valdimar Skúlason fjölmiðlamaður, orðarýnir og orðasmiður
  • Guðmundur Engilbertsson deildarforseti við kennaradeild HA
  • Ívar Rafn Jónsson lektor við HA
  • Jóhanna Thelma Einarsdóttir prófessor við heilbrigðisvísindasvið HÍ

Á ráðstefnunni var leitast við að svara spurningunni Hvað er að vera læs? 
Í samfélagi sem er í sífelldri þróun er skilningur á læsi mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Nútíma skilningur á læsi lítur á það sem meira en hugræna færni. Læsi snýst um að skilja, túlka og nota upplýsingar í öllum formum. Læsi er einnig tengt félagslegum og menningarlegum bakgrunni einstaklinga og sjálfsmynd þeirra. Læsi er því ævilangt félagslegt ferli sem miðlar merkingu og er mótað af aðstæðum, tíma og samhengi lesandans. Á ráðstefnunni var læsi tekið til skoðunar út frá fjöldamörgum sjónarhornum eins og sjá má í ráðstefnuritinu - RÁÐSTEFNURIT.

Á ráðstefnunni komu saman um 300 fræðimenn, kennarar og áhugafólk um læsi með það sameiginlega markmið að deila þekkingu, læra af öðrum og efla læsi á öllum skólastigum. Mikil ánægja var með daginn sem einkenndist af samstöðu og virðingu fyrir læsiskennslu. Miðstöð skólaþróunar og Miðstöð menntunar þakka ráðstefnugestum, fyrirlesurum, málstofu- og vinnustofuflytjendum kærlega fyrir komuna og þeirra framlag til dagsins.