Byrjendalæsisnámskeið 2024

Byrjendalæsisstarfið hófst með krafti í ágúst með grunn- og framhaldsnámskeiðum í Byrjendalæsi, um 100 kennarar víðs vegar af landinu tóku þátt. Í framhaldi af grunn- og framhaldsnámskeiðum sækja kennarar fimm smiðjur þar sem þeir dýpka þekkingu sína á ýmsum þáttum er varða nám og kennslu á yngsta stigi, m.a. verður fjallað um lesfimi, gagnvirkan lestur, áhugahvöt og yndislestur, ritun og miðlun, samþættingu, námsaðlögun, athafnamiðað nám og samstarf heimila og skóla.

Auka grunn- og framhaldsnámskeið verða haldin á næstu dögum, og þegar hafa um 30 kennarar skráð sig. Áhugasamir geta haft samband við Önnu Sigrúnu í netfangið annasigrun@unak.is. Námskeiðin verða haldin á eftirfarandi dagsetningum - grunnnámskeið 10. og 18. september, framhaldsnámskeið 17. september.

Á námskeiðunum voru fimm nýjar áætlanir kynntar sem tengjast bókunum Getur þú ekki neitt, Pétur?, Fuglar, Milli himins og jarðar - ísbjörninn og Má ég vera memm?. Einnig bætist við ný áætlun út frá bókinni Öll í hóp á einum sóp eftir Dagrúnu Sól og Viktor Inga, áætlunin var hluti af B.ed ritgerð þeirra við Háskólann á Akureyri. Við hvetjum kennara til að skoða þessar áætlanir á Canvas og laga þær að sínum nemendahópum. Áætlanirnar voru prufukeyrðar í Brekkubæjarskóla, Húsaskóla, Grunnskóla Súðavíkur, Brekkuskóla og Síðuskóla.