Læsisráðstefna í HA 2024 – Hvað er að vera læs?
15.08.2024
Ráðstefnan Hvað er að vera læs?
Laugardaginn 14. september
Ráðstefna um menntavísindi á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og Miðstöðvar skólaþróunar verður haldin í Háskólanum á Akureyri 14. september 2024.
Á ráðstefnunni verður fjallað um læsi í víðum skilningi og hvernig huga þarf að öllum þáttum læsis í kennslu s.s. lesskilningi, ritun, munnlegri og skriflegri tjáningu og miðlun. Auk aðalfyrirlesara verða málstofuerindi og vinnustofur þar sem kynntar verða aðferðir og reifuð ýmis mál er lúta að læsi. Ráðstefnan er ætluð kennurum á öllum skólastigum og verður sérstaklega horft til þess að viðfangsefni ráðstefnunnar hafi hagnýtt gildi fyrir kennara.