Í haust byrjum við með nýjan hóp í Leiðtoganámi í læsi. Námið er 15 einingar á framhaldsstigi og er í umsjón MSHA. Gert er ráð fyrir að nemendur séu starfandi kennarar. Kennsla fer fram á þremur misserum og geta nemendur lokið námi á einu og hálfu ári. Kennt er rafrænt að öllu leyti utan við tvær lotur. Fyrri lotan fer fram í húsnæði Háskólans á Akureyri föstudaginn 9. ágúst. 2024. Seinni staðlotan er í maíbyrjun 2025.
Kynningarfundur: Fimmtudaginn 23. maí verður kynningarfundur á náminu. Fundurinn hefst kl. 14:00.
Hér er zoom slóð á fundinn.
Vonumst til að sjá sem flesta.