Þann 4. desember verður haldinn fræðslufundur á vegum skólaþróunarsviðs. Að þessu sinni flytur Sverrir Haraldsson kennari í Framhaldsskólanum á Laugum erindi sem hann nefnir
Hvernig lífsleikni? Staða lífsleikni í fjórum íslenskum framhaldsskólum.
Í erindi sínu mun Sverrir Haraldsson greina frá niðurstöðum úr meistaraprófsverkefni sínu sem hann lauk við á síðasta vori. Tilgangur rannsóknar hans var að kanna stöðu kennslu í lífsleikni í fjórum íslenskum framhaldsskólum. Rannsóknin var eigindleg og sýndi að svo virðist sem megináhersla í kennslu í lífsleikni í þessum skólunum sé á félagsþroska- og tilfinninganám auk menntunar í þegnskap og skapgerðarmótun. Greina mátti aukinn þátt þegnskaparmenntunar sé mið tekið af tillögum að endurskoðun aðalnámskrár.
Leiðsögukennari var Guðmundur Heiðar Frímannsson Háskólanum á Akureyri, ráðunautur var Rúnar Sigþórsson Háskólanum á Akureyri og prófdómari var Erla Kristjánsdóttir Háskóla Íslands.
Fræðslufundurinn hefst kl. 16:30 í stofu 16 í Þingvllastræti 23 og eru allir velkomnir.