Bandaríski fræðimaðurinn Linda Darling-Hammond verður ekki meðal aðalfyrirlesara á ráðstefnunni
Að kunna að taka í þann strenginn sem við á þann 19. apríl n.k.
Eins og greint var frá í lok síðustu ráðstefnu skólaþróunarsviðs þá hafði Darling-Hammond fallist á að vera aðalfyrirlesari á vorráðstefnu sviðsins þann 19. apríl n.k. þar sem fjallað verður um fagmennsku og starfsþróun kennara. Nú hefur hún því miður afboðað komu sína þar sem hún hefur tekið að sér að vinna verkefni fyrir nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, Barak Obama. Darling-Hammond kveðst hins vegar fús að koma til Íslands þótt síðar verði og ræða við íslenskt skólafólk.
Nú er unnið að mótun dagskrár ráðstefnunnar og er gert ráð fyrir því að hún verði kynnt í janúar n.k. Auglýst hefur verið eftir efni á málstofur og er skilafrestur á efni til 5. janúar.