Samskipta- og samræðunámskeiðin okkar hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár meðal starfsfólks í grunnskólum landsins. Markmiðið með námskeiðunum er að færa starfsfólki grunnskóla góð verkfæri til þess að vinna með nemendahópum með það að markmiði að efla samskipta- og samræðuhæfni nemenda.
Haustið 2020 fórum við í það verkefni að setja samskipta- og samræðunámskeiðin okkar; Samskipti stúlkna og Krakkaspjall í rafrænan búning. Námskeiðin voru haldin á netinu bæði á haust- og vorönn við góðar undirtektir. Nú hefur Unglingaspjallið bæst í hópinn og í haust verður í fyrsta sinn boðið upp á samskipta- og samræðunámskeiðið Félagaspjall sem er sérstaklega ætlað nemendum á miðstigi.
Öll námskeiðin eru eins uppbyggð, þ.e. tveir námskeiðsdagar með nokkurra mánaða millibili. Fyrirlestrar eru á netinu og þátttakendur geta hlustað á þá þegar þeim hentar. Viku eftir að námskeiðið byrjar þá hittast þátttakendur og námskeiðshaldari í rauntíma á zoom í tvær klukkustundir. Þetta á bæði við um fyrri og seinni námskeiðsdag.
Innifalið í námskeiðunum:
- Fyrirlestrar á vef - tvær lotur
- Námskeið á vef - tvisvar á tímabilinu
- Ráðgjafartími með kennara - einu sinni á tímabilinu
- Námsefni fyrir nemendur - leikir, umræðuverkefni, verkefnablöð o.fl.
- Efni fyrir foreldra
Nú höfum við gefið út kynningarbækling þar sem að hægt er að finna allar upplýsingar um samskipta- og samræðunámskeiðin. Við minnum á að námskeiðin eru fyrir starfsfólk grunnskóla, kennara, náms- og starfsráðgjafa, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa og aðra sem starfa með nemendum.
Samskipta- og samræðunámskeið MSHA - kynningarbæklingur
Skráning á samræðu- og samskiptanámskeið á haustönn 2021
Krakkaspjall, hefst 30.08.2021.
Unglingaspjall, hefst 29.09.2021.
Félagaspjall, hefst 20.10.2021.
Samskipti stúlkna, hefst 15.11.2021.