Byrjendalæsi - valkostur í kennslu læsis við upphaf grunnskóla

Byrjendalæsi

Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri hefur staðið að þróun kennsluaðferðarinnar Byrjendalæsi í samvinnu við skóla víðs vegar um land frá árinu 2004. Höfundur og forystumaður um innleiðingu aðferðarinnar er Rósa Eggertsdóttir.

Byrjendalæsi er samvirk nálgun í læsiskennslu barna 1. og 2. bekk. Samvirk aðferð fellur mitt á milli eindaraðferða og heildaraðferða.  Eindaraðferðir byggja á því að umskráningarferlið sé línulegt sem leiðir til þess að tæknilegir þættir læsis eru þjálfaðir í aðskildum einingum og í ákveðinni röð. Gengið er út frá því að ferlið byrji á ritmálinu með því að umskrá rittákn í málhljóð. Nemendur læra fyrst bókstafina og hljóð þeirra og tengja þá síðan í orð og orð í setningar og þær síðan í merkingabærar heildir.  Hljóðaaðferðin er ein þeirra aðferða sem tilheyra eindaraðferðinni. Heildaraðferðin er orðaaðferð sem gengur í eina átt þ.e. frá hinu stóra til hins smáa.

Byrjendalæsi sækir innblástur til kenninga um hugsmíðahyggju og nám án aðgreiningar og gert er ráð fyrir að börn læri best í samfélagi jafningja, með samvinnu, stigskiptum stuðningi og hvers konar námsaðlögun sem auðveldar kennurum að koma til móts við ólíkar þarfir þeirra og áhugasvið. Við samsetningu Byrjendalæsis var meðal annars stuðst við kenningar Gudschinsky, Frost, Rumelhart, Solity og Leimar. Ennfremur var sótt til NRP2000 rannsóknarinnar þar sem kemur fram mikilvægi þess að kennsluaðferðir í læsi feli í sér nálgun sem nái til allra þátta móðurmálsins. Þannig er vinna með tal, hlustun, lestur og ritun felld í eina heild undir hatti læsis. Ennfremur eru sértækir þættir tungumálsins, svo sem hljóðvitund, réttritun, skrift, orðaforði og lesskilningur tengd inn í ferlið.

Heimildir: Byrjendalæsi, rannsókn á innleiðingu og aðferð. (2017). 

Vefsíða um aðferðina

Hér má finna kynningarmyndband um Byrjendalæsi sem gefið var út 2007 og sýnir hvernig aðferðin er uppbyggð og útfærð í skólastarfi.


Markhópur:
Kennarar í 1. og 2. bekk grunnskóla (margir skólar styðjast einnig við aðferðina í 3. og 4. bekk).


Umfang:
Byrjendalæsi er tveggja ára þróunarverkefni. 


Lýsing:
Ráðgjafar frá miðstöð skólaþróunar halda námskeið og námssmiðjur og vinna með kennurum í skólum. Kennarar hittast á milli skóla og skólar mynda gjarnan samstarfsnet um verkefnið innan svæða. Gert er ráð fyrir að hver skóli mennti eigin leiðtoga í læsi. Hlutverk hans er að leiða starfið innan skólans og vera kennurum til stuðnings og leiðsagnar. MSHA býður upp á 15 ECTS eininga nám.

Upplýsingar um námið

Fræðilegt og hagnýtt efni er aðgengilegt þátttakendum í verkefninu, sameiginlegur gagnabanki þátttakenda er á vefsvæði og þátttakendur eru með lokað svæði á samskiptasíðunni Facebook. Námstefna um Byrjendalæsi er haldin annað hvert haust í Háskólanum á Akureyri í tengslum við Dag læsis.


Markmið:
Meginmarkmið Byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í læsi sem allra fyrst á skólagöngu sinni. Þegar börn hefja nám í 1. bekk eru þau misjafnlega á vegi stödd. Sum þekkja stafi, önnur eru farin að lesa og svo er hópur sem þarf að læra alla stafina og hvernig á að vinna með þá. Byrjendalæsi gerir ráð fyrir því að hægt sé að kenna börnum sem hafa ólíka færni í lestri hlið við hlið og því er lögð áhersla á samvinnu um leið og einstaklingsþörfum er mætt.


Fyrirkomulag:
Verkefnið er lagað að þörfum hvers skóla og getur náð yfir lengri eða skemmri tíma. Haldnir eru fræðslu- og vinnufundir með kennurum og öðru starfsfólki og samráðsfundi með stjórnendum/læsisteymi. Fundir með læsisteymi eru haldnir u. þ. b. mánaðarlega og haldið er utan um vinnuferlið með fundargerðum.


Að loknu innleiðingarferli:
Markmið með starfsþróun í skólum er að stuðla að betri árangri í skólastarfi. Rannsóknir sýna að raunverulegar breytingar á skólastarfi taka töluverðan tíma, allt að fimm til tíu ár taki að festa þær í sessi. Með þátttöku í þróunarstarfi um læsi fyrir lífið taka kennarar þátt í lærdómsferli, þeir ígrunda eigið starf og tileinka sér nýja þekkingu og færni við læsiskennsluna. Komið hefur í ljós að tveggja ára stuðningur frá MSHA er oft varla nógu langur tími og hafa skólar því gjarnan óskað eftir áframhaldandi stuðningi við verkefnið sem getur m. a. farið fram í formi stuttra námskeiða eða heimsókna ráðgjafa frá MSHA í skólann. 


Fyrirkomulag - tveggja ára starfsþróunarferli Byrjendalæsis

  Þróunarstarf 1. ár - kennarar

  Þróunarstarf 2. ár - kennarar

  • Námskeið fyrir skólabyrjun, 2 dagar í ágúst 
  • 8 vettvangsheimsóknir leiðtoga í kennslustundir og ráðgjafasamtöl við kennara í kjölfarið
  • 5 námssmiðjur. Kennarar  hittast, fá fræðslu og ræða saman um starfið. 
  • Námskeið fyrir skólabyrjun, 1 dagur í ágúst 
  • 6 vettvangsheimsóknir leiðtoga í kennslustundir og og ráðgjafasamtöl við kennara í kjölfarið
  •  5 smiðjur. Kennarar hittast, fá fræðslu og ræða saman um starfið. 

  Þróunarstarf 1. ár leiðtogar (10 ECTS einingar)

  Þróunarstarf 2. ár  - leiðtogar (5 ECTS einingar)

  • Námskeið fyrir skólabyrjun 1 dagar í  ágúst
  • Fjórar lotur í gegnum fjarfundi, verkefnavinna og fyrirlestrar
  • Viðtöl við ráðgjafa HA að loknum vettvangsheimsóknum til kennara
  • Allar lotur á þriðju og síðustu önninni eru rafrænar. 
  • Viðtöl við ráðgjafa HA að loknum vettvangsheimsóknum til kennara

 


Smiðjur:

Fimm smiðjur eru haldnar á fyrsta ári og öðru ári (alls 10 smiðjur) þar sem kennarar koma saman, kynna sér nýjar aðferðir, ræða saman og miðla efni sín á milli. 

Smiðjurnar eru oftast haldnar sameiginlega af leiðtogum í skólum á ákveðnu svæði. Skólarnir skiptast á að halda smiðjurnar og er hluti af dagskránni fólginn í að skoða Byrjendalæsi og birtingarmynd þess í þeim skóla sem býður heim. 

Áður en kennarar koma á smiðjur horfa þeir á fyrirlestra á Moodle/Canvas með innleggi frá ráðgjöfum MSHA (1–1,5 klst). Við mælum með því að kennarar horfi saman á smiðjurnar ef fleiri en einn kennari úr hverjum skóla er í náminu. Einnig eru fyrirlestrarnir góð upprifjun fyrir eldri Byrjendalæsiskennara sem hafa lokið námi. Nýlega voru allir fyrirlestrar styttir og endurgerðir og því um að gera að nýta þá t.d. á Byrjendalæsisfundum í skólanum. 

Á smiðjunum er unnið með ákveðin viðfangsefni/þemu með umræðum og verkefnavinnu. Hver smiðja stendur yfir frá klukkan 13:30–16:00.  


Smiðjur fyrra ár 

Smiðja 1.1 

Smiðja 1.2 

Smiðja 1.3 

Smiðja 1.4 

Smiðja 1.5 

Lestur og lesskilningur 

Einkenni fyrirmyndarkennslu 

Grunnatriði ritunar, sögugerð og frásagnir.  

Samstarf heimila og skóla 

Samantekt á vinnu vetrarins.
Kennarar kynna verkefni. 

Gagnvirkur lestur 

Samræða, tjáning og hlustun 

Samþætting námsgreina 

Einstaklingsþarfir, mat, skráning og endurgjöf.  

 


Smiðjur seinna ár 

Smiðja 2.1 

Smiðja 2.2

Smiðja 2.3 

Smiðja 2.4 

Smiðja 2.5 

Athafnamiðað nám 

Ritun fróðleikstexta 

Ritháttarlestur og umskráning 

Samþætting læsis og annarra 
námsgreina. 

Samantekt á vinnu vetrarins.
Kennarar kynna verkefni. 

Frá kennarastýringu til sjálfstæðis 

Ritun snjalltækni 

Áhugahvöt og yndislestur 

Samvinnunám 

 


Leiðtoganám í Byrjendalæsi

Hjá MSHA er boðið upp á leiðtoganám í Byrjendalæsi fyrir þá sem hafa áhuga á að leiða Byrjendalæsisstarfið í skólanum sínum. Námið er 15 eininga ECTS nám á framhaldsstigi.
Nánar má lesa um námið hér.


Nánar um Byrjendalæsi

Skrif Rósu Eggertsdóttur um aðferðina:

Rósa Eggertsdóttir, fyrrum sérfræðingur við Miðstöð skólaþróunar HA, er upphafsmaður Byrjendalæsis. Hún byrjaði að þróa aðferðina í samvinnu við nokkra skóla á Norðurlandi veturinn 2004–2005. Hér fyrir neðan má finna skýrslur um þróunarverkefnin og önnur skrif Rósu um aðferðina.

Rannsókn á Byrjendalæsi:

Árin 2011–2013 var aflað umfangsmikilla ganga um læsiskennslu í skólum sem nota kennsluaðferðina Byrjendalæsi. Afrakstur rannsóknarinnar hefur nú verið tekinn saman í bók auk þess sem birtar hafa verið nokkrar greinar um rannsóknina.

Meistararitgerðir um Byrjendalæsi:

Nokkur fjöldi meistaranema hefur unnið sínar meistaraprófsrannsóknir út frá Byrjendalæsi. Nokkrar þessara rannsókna byggja á gögnum sem aflað var í stóru rannsókninni á Byrjendalæsi en aðrar byggja á sjálfstæðri gagnasöfnun nemenda.

Önnur skrif og umfjöllun um Byrjendalæsi:

Byrjendalæsisblaðið, gefið út af MSHA. Fróðleikur og fréttir úr Byrjendalæsiskólum.

Baldur Sigurðsson. (2020). Hið ljúfa læsi á viðsjárverðum tímum. Skólaþræðir. Sótt af: https://skolathraedir.is/tag/byrjendalaesi/ (Tenglar á ytra svæði.)

Félag heyrnarlausra - Byrjendalæsi sem brú milli íslenska táknmálsins og íslensks ritmáls: Reynsla döff kennara. Sótt af: http://www.deaf.is/frettir-og-vidburdir/frettasafn/byrjendalaesi-sem-bru-milli-islenska-taknmalsins-og-islensks-ritmals-reynsla-doff-kennara-1?fbclid=IwAR0QOK8H2jtTuUADVInTo-x2r_dGtr10OtwMmHOTMc48yFsKMn9wXWebj_I (Tenglar á ytra svæði.)

Jenný Gunnbjörnsdóttir, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir og Rúnar Sigþórsson. (2018). "Með Byrjendalæsi opnaðist nýr heimur tækifæra: Dæmi um skapandi læsiskennslu í 2. bekk. Skólaþræðir. Sótt af http://skolathraedir.is/2018/01/ (Tenglar á ytra svæði.)

Jenný Gunnbjörnsdóttir, Rúnar Sigþórsson og Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir. (2017). Beginning Literacy: An interactive and creative approach to literacy learning. English 4-11, 61, 17–20.

Rannveig Oddsdóttir, Halldóra Haraldsdóttir og Jenný Gunnbjörnsdóttir. (2018). Barnabókmenntir í skólastarfi: Byrjendalæsi og grunnþættir. Netla - veftímariti um uppeldi og menntun. Sótt af: http://netla.hi.is/serrit/2018/bokmenntir_listir_menntun/08.pdf