Leiðtoganám í læsi
15 eininga leiðtoganám á framhaldstigi í læsi
Skráning hér.
LEIÐTOGANÁM Í LÆSI: Læsi í skóla, Byrjendalæsi og Læsi fyrir lífið. Námið er á framhaldsstigi og í umsjón MSHA. Meginmarkmið leiðtoganámsins er að styrkja kennara faglega sem leiðtoga í námssamfélagi læsiskennara í grunnskóla. Kennsla fer fram á þremur misserum og geta þátttakendur lokið því á einu og hálfu ári. Þátttakendur þurfa að vera starfandi kennarar og hafa möguleika á að tengja námið við starfsvettvang.
Í námsskeiðinu er sjónum beint að hlutverki leiðtoga í læsi. Jafnframt að gera þátttakendur meðvitaðri um eigin starfskenningu og hvernig starfstengd leiðsögn getur eflt faglega starfshæfni m.a. einstaklinga, hópa og reyndra kennara. Leiðtogi í læsi leiðir námssamfélag kennara í sínum skóla með félagastuðningi, samræðum um efni og aðferðir. Viðfangsefnin miða að því að auka og dýpka þekkingu kennara á fjölbreyttum aðferðum sem styðja og efla læsi á öllum stigum grunnskólans og færni í að nota þær. Fjallað er um leiðir til að efla orðaforða og skilning, ritun, samvinnunám og samræðu til náms. Athygli er beint að mikilvægi áhugahvatar fyrir læsisnám, sjálfstæði í námi, námsaðlögun og námsvitund. Á námskeiðinu er horft á viðfangsefni læsis í ljósi tækniþróunar nútímans. Kynnt verða smáforrit sem eru sérstaklega gerð til að þjálfa ýmsa færniþætti í læsisnámi grunnskólanemenda.
Markhópur:
Kennarar með leyfisbréf og hafa tveggja ára starfsreynslu
Umfang:
Námið er á meistarastigi. Kennsla fer fram á þremur önnum og geta þátttakendur lokið því á einu og hálfu ári. Hvert námskeið er 5 ECTS einingar.
Lýsing:
Námið er vettvangs- og starfsmiðað og munu þátttakendur gera rannsókn á vettvangi þar sem þeir afla gagna sem unnið er úr í samráði við kennara í þeirra skólum og aðra þátttakendur í náminu. Kennsla í náminu verður með fjölbreyttum hætti í formi fyrirlestra, umræðna, verkefnavinnu og fjarfunda. Lögð er áhersla á kennsluhætti sem hvetja til virkrar þátttöku.
Markmið:
Í náminu er sjónum beint að hlutverki leiðtoga í læsi. Meginmarkmiðið er að styrkja nemendur sem faglega leiðtoga í námssamfélagi læsiskennara og styðja við þá kennslufræðilega. Jafnframt að gera þátttakendur meðvitaðri um eigin starfskenningu og hvernig starfstengd leiðsögn getur eflt faglega starfshæfni m.a. einstaklinga, hópa og reyndra kennara. Leiðtogi í læsi leiðir námssamfélag kennara í sínum skóla með félagastuðningi, samræðum um efni og aðferðir. Viðfangsefnin miða að því að auka og dýpka þekkingu þátttakenda á fjölbreyttum aðferðum sem styðja og efla læsi á öllum stigum grunnskólans og færni í að nota þær. Fjallað er um leiðir til að efla orðaforða og skilning, ritun, samvinnunám og samræðu til náms. Athygli er beint að mikilvægi áhugahvatar fyrir læsisnám, sjálfstæði í námi, námsaðlögun og námsvitund. Í náminu er horft á viðfangsefni læsis í ljósi tækniþróunar nútímans. Kynnt verða smáforrit sem eru sérstaklega gerð til að þjálfa ýmsa færniþætti í læsisnámi nemenda og sköpun.
Fyrirkomulag:
Tvær staðlotur eru, ein á fyrstu önn og ein á annarri önn.
Önnur kennsla fer fram í gegnum fjarkennslu. Kennslan fer fram í gegnum kennslukerfið Canvas, þátttakendur hafa aðgang að öllu kennsluefni og fyrirlestrum á netinu.
Að loknu námi:
-
vera fær um að sinna leiðtogahlutverki í skólastarfi,
-
vera fær um að stýra starfsþróunarverkefnum innan skóla,
-
vera fær um að setja fram áætlanir um notkun viðeigandi verkfæra í upplýsingatækni sem nýta má til eflingu læsis.
-
geta nýtt þekkingu á kennsluaðferðum læsis við samþættingu námsgreina og athafnamiðað nám,
-
þekkja aðferðir til að örva mál og hlustun og geta beitt þeim,
-
þekkja aðferðir til að örva og styðja við yndislestur og geta beitt þeim,
-
vera fær um að sýna frumkvæði við sjálfstæða öflun gagna, mat og úrvinnslu í starfi á sviði læsismenntunar,
-
hafa leikni í að beita þekkingu sinni og úrlausnarhæfni við að þróa og leysa verkefni tengd læsi í skólastarfi,
-
geta miðlað til foreldra fræðslu og ráðgjöf um læsi,
-
vera fær um að sinna leiðtogahlutverki í skólastarfi,
-
vera fær um að stýra starfsþróunarverkefnum innan skóla,
-
vera fær um að setja fram áætlanir um notkun viðeigandi verkfæra í upplýsingatækni sem nýta má til eflingu læsis.
Áherslur á námskeiðum
1 önn |
2 önn |
3 önn |
Á námskeiðinu er fjallað um læsi og helstu kenningar og rannsóknir er varða lestur og læsi.
Áhersla verður lögð á að nemendur læri aðferðir til að efla orðaforða og skilning. Einnig verður lögð áhersla á orðaforðavinnu og ritun í þróun læsis.
Lögð er áhersla á að auka þekkingu nemenda á því hvað felst í leiðtogahlutverkinu, einkenni leiðtoga og samtalstækni.
Á námskeiðinu fá nemendur þjálfun í að nýta upplýsingatækni til að styðja við og efla læsi grunnskólanemenda.
|
|
Á námskeiðinu verður fjallað um hugtök sem lúta að markmiðssetningu fyrir nám, kennslu og námsmat.
Nemendur fá þjálfun í að nýta þekkingu á aðalnámskrá grunnskóla í áætlanagerð fyrir nám og kennslu í læsi.
Áhersla verður lögð á margþættan og ólíkan stuðning nemenda til náms og hvernig kennari getur komið til móts við fjölbreyttan nemendahóp með sveigjanlegu skipulagi og fjölbreyttum kennsluaðferðum.
|
|
Á námskeiðinu verður fjallað um mikilvægi yndislesturs, tals og hlustunar í kennslu í tengslum við læsi.
Nemendur læra markvissar aðferðir til að efla samþættingu námsgreina sem styrkja fjölbreyttar kennsluaðferðir og skapandi starf í kennslu læsis.
Á námskeiðinu verður fjallað um breytingar á íslensku samfélagi með hliðsjón af breytingum á samsetningu fjölskyldunnar og fólksflutningum.
Áhersla verður lögð á hvernig styðja megi við foreldra í læsisnámi barna sinna.
|
|