Vorráðstefna 2015

Hugsmíðar og hæfnimiðað nám

Vorráðstefna um menntavísindi á vegum miðstöðvar skólaþróunar HA var haldin í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 18. apríl 2015. Ráðstefnan var tileinkuð hæfnimiðuðu skólastarfi og markmiðið var að varpa ljósi á hvaða hugarfar og starfshættir í skólastarfi stuðla að hæfni nemenda. 

Á hverjum tíma stuðlar almenn menntun að aukinni hæfni einstaklingsins til að takast á við áskoranir daglegs lífs. Hún miðar að því að efla skilning einstaklingsins á eiginleikum sínum og hæfileikum og þar með hæfni til að leysa hlutverk sín í flóknu samfélagi. Hún er hvort tveggja í senn einstaklingsmiðuð og samfélagsleg[1]

Efni ráðstefnunnar var að venju sniðið að leik-, grunn- og framhaldsskólum. 

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar:

  • Lyn Dawes, menntunarfræðingur og fyrrverandi dósent í menntavísindum við Bedford, Northampton og Cambridge háskóla á Bretlandi
  • Henry Alexander Henrysson, verkefnisstjóri við heimspekistofnun Háskóla Íslands
  • Ísak Rúnarsson, nemandi við Háskóla Íslands og formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands
Lyn Dawes Henry Alexander Henrysson Ísak Rúnarsson

 

Á ráðstefnunni voru auk aðalfyrirlesara um 30 málstofur þar sem ýmis mál voru reifuð er lúta að þróun hæfnimiðaðs skólastarfs.

Ráðstefnurit 

Veggspjald ráðstefnunnar

Nánari upplýsingar veita Helga Rún Traustadóttir, 460 8585, netfang:helgarun@unak.isog Sólveig Zophoníasdóttir, 460 8564, netfang:sz@unak.is.


[1] Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2011). Aðalnámskrá grunnskóla – almennur hluti. Reykjavík: Höfundur.