Upplýsingatækni
Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri býður upp á ýmis námskeið tengd upplýsingatækni í skólastarfi. Þegar snjalltæki eru notuð á skynsamlegan og ábyrgan hátt geta þessir miðlar styrkt skólastarfið og stuðlað að nýsköpun á áhugaverðan hátt.
Á námskeiðum MSHA er lagt er upp með að notkun tækninnar sé skapandi, markviss, í samhengi við annað nám, kalli á virkni og hlutdeild, sé félagsleg og krefjist ígrundunar. Ennfremur er lögð áhersla á að tengja notkun tækninnar við námskránna og daglegt starf í skólunum.
Snjallvagninn miðar að því að efla kennara í að nýta tækni í skólastarfi. Á Snjallvagninum eru ýmis nýstárleg og spennandi kennslutæki á borð við rótbóta, tæknilegó og þrívíddargleraugu. Hugmyndin er að á Snjallvagninum verði að finna nýjustu kennslugögn í upplýsingatækni og miðlun hverju sinni og að Snjallvagninn sé færanlegur þannig að hægt sé að mæta þörfum nemenda og kennara víðsvegar um land með kynningum og námskeiðum.
Lagt er upp með að tækin á Snjallvagninum henti öllum aldurshópum frá leikskóla og upp í framhaldsskóla. Auk þess er litið svo á að tæknin sé þverfaglegt kennslutæki þar sem lært er í gegnum leik og lausnaleit. Vinna með upplýsingatækni, snjalltækni og stafræna miðlun ætti að vera eðlilegur hluti af starfi í skólum. Þegar snjalltæki eru notuð á skynsamlegan og ábyrgan hátt geta þessir miðlar styrkt skólastarfið og stuðlað að nýsköpun á áhugaverðan hátt. Lagt er upp með að notkunin sé skapandi, markviss, í samhengi við annað nám, kalli á virkni og hlutdeild, sé félagsleg og krefjist ígrundunar. Ennfremur er lögð áhersla á að tengja notkun tækninnar við námskránna og daglegt starf í skólunum.
Nánar um Snjallvagninn.
Osmo er margverðlaunað leikja- og kennslutæki fyrir Ipad. Það sem gerir Osmo leikina sérstaka er að í þeim er leikið með áþreifanlega hluti, notandinn handleikur púslukubba, tölu- og bókstafi, skriffæri og fleira til að hafa áhrif á það sem gerist á skjánum. Í leikjunum er m.a. hægt að púsla saman myndum úr formum, vinna með stafi, orð og tölur, þjálfa fínhreyfingar og rökhugsun, teikna, skapa og gera tilraunir.
OSMO er hannað fyrir börn á aldrinum frá 5-13 ára en bæði yngri og eldri einstaklingar geta haft gaman af að spreyta sig og eiga t.d. margir leikskólar Osmo.
Smáforritin sem fylgja tækinu eru frí og þau er hægt að sækja á App Store. Auðvelt er að setja Osmo upp og byrja að nota leikina.
Nánar um Osmo.