Krakkaspjall
Meginmarkmið Krakkaspjalls er að þátttakendur þjálfast í og læri að taka þátt í samræðum og byggi undir hæfni sem nýtist þeim í daglegum samskiptum. Einn samskipta- og samræðufundur er helgaður hópeflisleikjum og níu fundir fela í sér:
- Viðfangsefni/lykilspurningu
- Spjall um viðfangsefni
- Leik og/eða verkefnavinnu
- Samantekt
Krakkarnir setja sér markmið á fundunum og vinna að því markmiði á milli funda. Sett eru samræðuviðmið með krökkunum. Viðmiðin hafa það hlutverk að efla gæði samskiptanna og samræðnanna. Verkefnið fellur vel að lykilhæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla.
Markhópur:
Grunnskólakennarar á yngsta- og miðstigi og náms- og starfsráðgjafar
Lýsing:
Krakkaspjall er samræðu- og samskiptaverkefni ætlað strákum og stelpum á yngsta- og miðstigi grunnskóla. Verkefnið samanstendur af 10 samræðu- og samskiptafundum og er hver fundur 40-60 mínútna langur. Á fundunum hittast krakkahópur og samræðustjóri og taka þátt í fjölbreyttum samræðu- og samskiptaverkefnum.
Markmið:
Þátttakendur |
Nemendur |
Foreldrar |
- öðlast þekkingu á fræðilegum grunni verkefnisins
- öðlast leikni til þess að leiða nemendahóp í gegnum verkefnið
- fengið verkfæri sem nýtist þeim í samræðu- og samskiptavinnu með nemendum
|
- öðlast leikni í tjáningu og miðlun
- haft tækifæri til þess að beita skapandi og gagnrýnni hugsun
- haft tækifæri til þess að efla sjálfstæði sitt og samvinnu
- fengið tækifæri til þess að nýta miðla og upplýsingar
- eflt sjálfmynd sína
|
- fengið tækifæri til þess að fylgjast með viðfangsefnum sem tekin voru fyrir og rædd heima með barninu
|
Námskeið á staðnum
Fyrri hluti námskeiðsins:
Þátttakendur og námskeiðshaldari hittast í eigin skinni. Á þessum fyrri námskeiðsdegi fer námskeiðshaldari yfir hugmyndafræðina og leggur inn efnið með þátttakendum. Námskeiðið er frá kl. 10.00 - 16.00.
Á milli námskeiðsdaga:
Þátttakendur vinna með verkfæri námskeiðsins (10 umræðufundir) hver í sínum skóla eftir fyrri hluta námskeiðsins. Notast verður við Padlet vegg námskeiðsins þar sem þátttakendur geta deilt hugmyndum og reynslu. Notast verður við zoom fyrir ráðgjafafund eftir að þátttakendur er búnir að halda 3-4 fundi með nemendahópum. Ráðgjafarfundurinn er í rauntíma á zoom og er maður á mann.
Seinni hluti námskeiðsins:
Á seinni hlutanum hittast þátttakendur og námskeiðshaldari í eigin skinni og klára seinni hluta námskeiðsins.
Dag- og tímasetning á seinni námskeiðsdegi er ca. 3-4 mánuðum eftir fyrri námskeiðsdag er ákveðin af þátttakendum á fyrri námskeiðsdegi. Seinni hluti námskeiðsins er 3 tímar.
Námskeið á vef
Fyrri hluti námskeiðsins:
Námskeiðið er á sveigjanlegu formi sem þýðir að þátttakendur fá aðgang að kennsluumhverfinu canvas þar sem námskeiðið er hýst. Þar hafa þátttakendur viku til þess að hlusta á fyrirlestra námskeiðsins og unnið verkefnin, þeir geta hlustað á fyrirlestrana/unnið verkefnin þegar þeim hentar í þessa einu viku.
Að viku liðinni þá hittast þátttakendur í rauntíma á zoom fundi (kl. 14.00-16.00) með ráðgjafa þar sem farið verður yfir umræðufundina sem þátttakendur nýta síðan með nemendahópum.
Milli námskeiðsdaga:
Þátttakendur vinna með verkfæri námskeiðsins (10 umræðufundir) hver í sínum skóla eftir fyrri hluta námskeiðsins.
Notast verður við zoom fyrir ráðgjafafund eftir að þátttakendur er búnir að halda 3-4 fundi með nemendahópum. Ráðgjafarfundurinn er í rauntíma og er maður á mann.
Seinni hluti námskeiðsins:
Seinni námskeiðsdagur er eins uppbyggður og fyrri námskeiðsdagur, þ.e. þátttakendur hlusta á fyrirlestra á canvas og þeir hafa viku til þess að hlusta á fyrirlestrana.
Að viku lokinni þá hittast þátttakendur ásamt ráðgjafa MSHA í rauntíma á zoom (kl. 14.00-16.00).
Ávinningur skóla:
Samræðu- og samskiptahæfni nemenda styrkist sem eflir þá í námi og leik.
Verkefnið styður vel við lykilhæfni Aðalnámskrár grunnskóla.
Umsagnir „viðskiptavina“:
„Verkefnin og verkfæri sem nýtast beint í starfi“
„Skýr verkfæri til að vinna með samskipti barna, góðar útskýringar“
„Frábært efni til að nota í lífsleikni. Hjálpar mér í þeim tímum, eflir mig og ég verð öruggari“
„Góður grunnur að byggja á og útvíkka eða aðlaga að mismunandi bekkjarhópum“
„Mjög gott efni til að nota í lífsleikni og skapa umræður“
Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Ingadóttir, sigriduri@unak.is , 460 8591