Samstarf heimila og skóla
Samstarf við fjölskyldur verður alltaf stór þáttur í skólastarfi. Fjölskyldur eru mismunandi og bakgrunnur þeirra og aðstæður ólíkar. Það er á ábyrgð skóla og kennara að virkja samstarf við fjölskyldur og leita leiða til að tengja tvo mikilvægustu heima nemenda, heimilið og skólann. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu hugtök sem tengjast samstarfi heimila og skóla og einnig verður byrjað á vinnu með þátttakendum sem miðar af því að styrkja og efla samstarf heimila og skóla og nýtist beint í skólastarfið.
Markhópur:
Kennarar og skólastjórnendur í leik- og grunnskólum.
Umfang:
Námskeiðið er þrír tímar. Námskeiðið getur verið rafrænt í rauntíma eða námskeiðshaldari mætir í eigin skinni með þátttakendum.
Lýsing:
Á námskeiðinu verður farið í hugmyndafræði um samstarf heimila og skóla ásamt því að skoða lykilhugtök í samskiptum á milli þessara eininga. Að lokinni fræðslu og umræðum um hugmyndafræðina er vinnufundur þar sem þátttakendur setja saman samskiptaáætlun um hvernig þeir ætla að styrkja samskipti heimila og skóla. Einnig er sett fram aðgerðaráætlun og skipulag um það hvernig samskiptaáætluninni er fylgt eftir.
Markmið:
- Að þátttakendur þekki til helstu hugtaka og kenninga sem snúa að samstarfi heimila og skóla.
- Að þátttakendur geti sett saman áætlun um það hvernig þeir geta styrkt og eflt samstarf heimila og skóla og nýtt sér í starfi.
Fyrirkomulag:
Námskeiðið er þrír tímar og er sambland af fræðslu og vinnufundi þar sem gerð er áætlun um hvernig efla og styrkja eigi samstarf heimila og skóla. Námskeiðið hentar vel sem haustnámskeið í upphafi skólaárs og/eða um áramót. Eftirfylgd er í boði þar sem hægt er að stuðning og aðhald frá námskeiðshaldara - umfang og fyrirkomulag er samningsatriði.