Bekkjarfundir
Gagnlegir bekkjarfundir byggja m.a. á því að kennari geti lesið nemendahópinn og gefið sér tíma til þess að undirbúa nemendur til þess að taka þátt í bekkjarfundum. Bekkjarfundi þarf að skipuleggja og stjórna af myndugleik ef vel á að takast til.
Hvort sem um er að ræða eflingu á því sem fyrir er í skólanum eða innleiðingu á nýrri aðferð og vinnubrögðum þá er mikilvægt að kennarar fái stuðning og eftirfylgd til þess að festa bekkjarfundi í sessi, þannig að þeir verði sjálfsagður þáttur í skólastarfinu. Í kjölfar námskeiðsins geta skólar óskað eftir frekari stuðningi og eftirfylgd við kennarahópinn til þess að bæta og efla bekkjarfundamenningu skólans með markvissum hætti.
Bekkjarfundir
Markhópur:
Leik-, grunn- og framhaldsskóli
Starfsfólk skólanna, kennarar, stuðningsfulltrúar og stjórnendur
Umfang:
Stök námskeið (4, 3 eða 2 tíma námskeið).
Einnig hægt að fá eftirfylgd og/eða stuðning í kjölfar námskeiðs
Lýsing:
Á námskeiðinu verður farið í fræðilegan grunn bekkjarfunda, hvernig hægt er að undirbúa nemendahópa sem virka þátttakendur á bekkjarfundum. Þátttakendur námskeiðsins fá tækifæri til þess að skoða hvernig bekkjarfundir geta nýst markvisst í skólastarfinu og í lok námskeiðsins fá þeir æfingu í halda bekkjarfund með leiðsögn og stuðningi.
Markmið:
Að loknu námskeiði hafa þátttakendur:
- öðlast þekkingu á fræðilegum grunni bekkjarfunda
- öðlast leikni í bekkjarfundahaldi
- fengið verkfæri sem nýtast við undirbúning bekkjarfunda
- skilning á mikilvægi bekkjarfunda fyrir nemendur
- þekkingu og skilning á tengslum bekkjarfunda við grunnþætti menntunar
Ávinningur skóla – nemenda:
Að vera með starfsmannahóp sem hefur fengið fræðslu um gagnsemi bekkjarfunda skilar sér í markvissari bekkjarfundum sem hefur jákvæð áhrif á nemendahópinn.
Fyrirkomulag:
Námskeiðið er haldið í þátttökuskóla.
Umsagnir „viðskiptavina“
"Mjög notadrjúgt"
"Lifandi, skemmtilegt, nytsamlegt"
"Flott og líflegt námskeið sem mun nýtast í praktík"
"Nauðsynlegt að fá upprifjun og hugmyndir sem nýtast beint í kennsluna"
"Græddi mikið þrátt fyrir að hafa haldið bekkjarfundi á annan tug ára"
"Ég er ný þannig námskeiðið gerði mjög mikið fyrir mig. Nú get ég verið með betri hópstjórn með upplýsingar úr námskeiðinu"
Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Ingadóttir, sigriduri@unak.is, 460 8591