Haustið 2017 hófst þriggja ára þróunarverkefni í þremur grunnskólum þar sem ný nálgun í stærðfræðikennslu var innleidd í kennslu 1.–4. bekk. Unnið var með námsefni sem kallast Zankov og á rætur að rekja til Rússlands.
Kennslan einkennist af athugunum, greiningu og rökrænni hugsun. Að finna svar er ekki það eina sem máli skipti heldur að skilja hvað liggur að baki dæmunum. Nemendurnir eiga að geta útskýrt aðferðir sínar og fært rök fyrir vali þeirra. Þessi leið í stærðfræðikennslu snýst því meira um að leysa verkefni en að æfa aðferðir.
Þróunarverkefninu var fylgt eftir með stuðningi ráðgjafa frá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og árangur nemenda metinn í lok hvers skólaárs og borinn saman við árangur nemenda í öðrum skólum.
MSHA hefur nú birt lokaskýrslu um verkefnið en þar kemur fram að Zankov aðferðin skilar að minnsta kosti jafngóðum árangri og þær aðferðir sem almennt eru notaðar í stærðfræðikennslu í íslenskum skólum.
Skýrsla um Zankov.