Miðstöð skólaþróunar HA er þessa dagana ásamt kennurum víða um land að búa sig undir skólastarfið í vetur.
Þetta haustið taka rúmlega 1000 kennarar þátt í starfsþróunarverkefnum á vegum miðstöðvarinnar. Verkefnin eru af
margvíslegum toga og öll til lengri tíma. Að þessu sinni er m.a. boðið upp á 10 ólík námskeið í læsi og taka flestir
kennarar þátt í námskeiðum vegna þróunarverkefnanna Byrjendalæsi og Læsi til náms. Hægt er að finna upplýsingar um verkefni miðstöðvarinnar hér á
vefnum og frekari upplýsingar gefur forstöðumaður miðstöðvarinnar Birna Svanbjörnsdóttir s. 460 8579.