Fjöldi gesta sótti ráðstefnuna Það verður hverjum að list sem hann leikur sem haldin var laugardaginn 5. apríl. Ráðstefnan var
að þessu sinni tileinkuð starfsþróun og árangursríku skólastarfi. Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar JónTorfi Jónasson, Kari
Smith og Sigurður Kristinsson fjölluðu um starfsþróun útfrá mismunandi sjónarhornum, nemendahópur úr grunn-, framhalds- og
háskóla sagði frá skólareynslu sinni og hugmyndum árangursríkt skólastarf, fjöldi áhugaverðra erinda á málstofum og
í lokin samræðulota um símenntun og starfsþróun kennara. Ráðstefnan var haldin í samstarfi við Fagráð um starfsþróun
kennara. Það er gaman að segja frá því að nokkur virkni var á Twitter á meðan á rástefnunni stóð og hópur
ráðstefnugesta tístaði um efni erinda og upplifun sína á netinu og merktu #vorradstefna. Innan tíðar verður kynning nemenda og glærur
aðalfyrirlesara aðgengilegar hér á vef miðstöðvarinnar. Starfsfólk miðstöðvar skólaþróunar þakkar öllum
þeim sem tóku þátt í ráðstefnunni og við hlökkum til að sjá ykkur á haustráðstefnu miðstöðvar
skólaþróunar þann 13. september nk.