Föstudaginn 17. mars var haldinn þjóðfundur um framtíð skólaþjónustu í hátíðarsal Háskólans á Akureyri.
Áður hafði farið fram sambærilegur þjóðfundur í Reykjavík 6. mars en hægt er að nálgast upptöku af fundinum hér - https://www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/adgerdir-i-menntamalum/thjodfundur-um-framtid-skolathjonustu/
Þjóðfundurinn er liður í undirbúningi við nýtt frumvarp mennta- og barnamálaráðuneytisins til laga um skólaþjónustu. Haft hefur verið samráð við mjög breiðan hóp þeirra sem hagsmuna eiga að gæta og gætt að því að raddir barna, ungmenna, foreldra, kennara, stjórnenda, starfsfólks skóla og skólaþjónustu heyrist.
Fundurinn á Akureyri var vel sóttur en um 130 fulltrúar frá leik-, grunn- og framhaldsskólum tóku þátt, auk þátttakenda úr skólaþjónustu og frá Háskólanum á Akureyri.
Mennta- og barnamálaráðuneytið mun í framhaldinu vinna úr niðurstöðum þjóðfundar og nýta þær til við gerð frumvarps til laga um heildstæða skólaþjónustu.