29. október
14:00-16:00
Stofa: K201
Stopmotion er tækni til að búa til stuttmyndir. Teknar eru myndir sem skeytt er saman og mynda þannig hreyfimynd.
Margir kannast eflaust við leirkalla- og brúðumyndbönd sem gerð eru með þessari tækni. Fígúrurnar lifna við þegar hreyfingar þeirra eru myndaðar og settar saman í runu. Þegar myndbandið er spilað virðast persónurnar hreyfast af eigin rammleik.
Hreyfimyndagerð getur verið mjög skemmtileg leið til að segja sögur og hana má nota á öllum skólastigum. Á námskeiðinu verður smáforritið Stop Motion Studio notað til að búa til hreyfimyndirnar. Smáforritið er fáanlegt bæði fyrir Apple (Ipad) og Android spjaldtölvur. Hægt er að fá lánaðar spjaldtölvur hjá MSHA.
Fréttabréf Skapandi skólastarf #snjallvagninn
Kennari: Sólveig Zophoníasdóttir
Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið