Skráning í leiðtoganám og á Byrjendalæsisnámskeið haustið 2022!

Grunn- og framhaldsnámskeið í Byrjendalæsi

Skráning er hafin á okkar sívinsælu haustnámskeið í Byrjendalæsi!

Grunnnámskeið verður haldið rafrænt dagana 9. og 10. ágúst 2022.
Þátttökugjald er 50.000 kr.. 
Skráning hér. 

Framhaldsnámskeið verður haldið rafrænt 11. ágúst 2022.
Þátttökugjald er 25.000 kr. 
Skráning hér.

Námskeiðin hefjast klukkan 9:00 og standa yfir til klukkan 16:00. Þátttakendur fá aðgang að kennsluefni á Canvas, kennsluvef Háskólans á Akureyri.


Smiðjur

Yfir skólaárið 2022-2023 sækja þátttakendur á grunn- og framhaldsnámskeiðunum 5 Byrjendalæsissmiðjur þar sem farið er dýpra í læsisfræðin, aðferðir og verkfæri sem nýtast kennurum á vettvangi. Á þeim gefst þátttakendum einnig tækifæri til að kynnast öðrum kennurum þvert á landið, deila hugmyndum og eiga samræður um kennslufræði. 


Leiðtoganám til ECTS eininga

Við minnum einnig á Leiðtoganám í Byrjendalæsi, nýja námsleið sem gefur 15 ECTS einingar á framhaldsstigi.  Kennsla fer fram á þremur misserum og geta nemendur lokið því á einu og hálfu ári. Gert er ráð fyrir því að nemendur séu starfandi kennarar og hafi möguleika á að tengja námið við starfsvettvang. Meginmarkmið leiðtoganámsins er að styrkja kennara faglega sem leiðtoga í námssamfélagi læsiskennara á yngsta stigi.

Þátttökugjald fyrir þrjár annir með heimsóknum til leiðtoga er 450.000 kr. 
Nánari upplýsingar hér.
Skráning hér.