Skólaþing sveitarfélaga 2015

Skólaþing sveitarfélaga var haldið í Reykjavík mánudaginn 2. nóvember. Á þinginu var fjallað um læsi frá ólíkum sjónarhornum og rætt um vinnumat. Í læsishluta þingsins tóku til máls Gylfi Jón Gylfason sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnun, Dröfn Rafnsdóttir sérfræðingur á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, Anna Margrét Sigurðardóttir formaður Heimilis og skóla og Rúnar Sigþórsson prófessor við kennaradeild HA. Hægt er að nálgast dagskrána og erindin á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga http://www.samband.is/skolathing-2015/ og hægt að fara beint inn á erindi Rúnars Sigþórssonar „Á bjargi byggði hygginn maður hús“ - mótun stefnu og aðgerðir til að efla læsismenntun á slóðinni https://vimeo.com/144347398. Glærur Rúnars má nálgast hér.