Í gær mættu 16 grunnskóla- og leikskólakennarar á Akureyri og Dalvík á námskeiðið Samræðufélagar eða Talking Partners hér í HA. Þetta er tveggja daga námskeið sem Clare Reed sérfræðingur og eigandi Talking Partners heldur.
Samræðufélagar (Talking Partners) er námsefni ætlað nemendum sem þurfa stuðning við að læra íslensku. Efnið er breskt að uppruna og hefur verið notað um árabil í þarlendum skólum með góðum árangri. Það hefur nú verið þýtt og staðfært á íslensku og er aðgengilegt á heimasíðu Talking Partners undir heitinu Samræðufélagar.
MSHA í samstarfi við prófessor Hermínu Gunnþórsdóttur stendur fyir því að fá Clare til landsins og hélt hún einnig námskeið fyrir kennara í Reykjavík fyrr í þessari viku.