Námskeið fyrir kennara á yngsta stigi, námskeiðið er tvískipt og verður haldið tvo mánudaga í röð, 16. september og 23. september, frá klukkan 14:15-16:15.
Í fyrri hluta námskeiðsins, 16. september, verður fjallað um undirstöður textaritunar, hvernig ritun barna þróast í 1.–4. bekk og hvernig styðja má sem best við þróun ritunar hjá yngstu börnunum. Í því sambandi verður skoðað sérstaklega hvernig nýta má ramma Byrjendalæsis til að vinna markvisst með ritun.
Í seinna hluta námskeiðsins, 23. september, verður sjónum beint að því hvernig kennarar geta stutt við ritunarnám barna. Fjallað verður um kveikjur að ritun, stuðning við ritunarferlið frá hugmynd til birtingar, mat á ritun og leiðsögn í kjölfar mats.
Kennari á námskeiðinu er Rannveig Oddsdóttir lektor við kennaradeild HA.
Námskeiðið verður í stofu K201 í Háskólanum á Akureyri og kostar 24.000 (tvö skipti).
Námskeiðið er frítt fyrir kennara í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar.
Skráning hér.
Nánari upplýsingar gefur Rannveig - rannveigo@unak.is