Á námskeiðinu verður fjallað um ritun og hvernig hægt er að nota rafræn hugtakakort til að efla skilning nemenda og hjálpa þeim að greina aðalatriði í texta. Þátttakendur læra að nota smáforritin Popplet og Inspiration sem bæði eru fyrir Apple/Ipad spjaldtölvur.
Námskeiðið er haldið í Háskólanum á Akureyri 14. október frá klukkan 14:15-16:15. Námskeiðið kostar 15.000 kr. en er frítt fyrir kennara í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar.
Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið.
Kennari: Anna Sigrún Rafnsdóttir