Nýjar myndir í Orðaleik!
Orðaleikur er námsefni fyrir leikskólabörn af erlendum uppruna sem eru að læra íslensku sem annað mál en námsefnið getur nýst á fjölbreyttan hátt í leikskólastarfi og fyrir alla sem vilja læra einfaldar aðferðir til að efla orðanám barna. Námsefnið miðar að því að kenna grunnorðaforða íslenskunnar á fjölbreyttan hátt og mynda þannig krækjur til að kenna flóknari orð. Myndasafnið okkar inniheldur um 700 myndir af því sem fyrir augu ber í umhverfi leikskólabarna.
Nú hefur bæst við jólaþema sem við vonum að nýtist vel í desember og myndasería með myndum af fjölskyldu að baka.
Námsefnið er notendum að kostnaðarlausu og hentar það vel bæði fyrir skóla og til að nýta heima.
Orðaleikur - slóð á vef námsefnisins