Orðaleikur

MSHA býður upp á kynningu á námsefninu Orðaleik sem er ætlað leikskólabörnum sem læra íslensku sem annað mál.
Kynningin verður haldin í Háskólanum á Akureyri, 23. október frá klukkan 15:15-17:00 í stofu M101. Kynningin verður einnig send út í gegnum netið fyrir þá sem ekki komast. 
 
Orðaleikur er þróunarverkefni unnið í samstarfi MSHA og leikskólans Iðavallar með styrk frá Þróunarsjóði námsgagna, Sprotasjóði, KEA og Norðurorku.
 
Námsefnið samanstendur af:
 
  • Handbók um orðaforðakennslu fyrir leikskólakennara
  • Myndasafni af grunnorðaforða íslenskunnar með sérstakri áherslu á þau orð sem koma fyrir í umhverfi leikskólabarna
  • Kennsluleiðbeiningum 
  • Rafrænu verkefnasafni sem getur bæði nýst í leikskólanum og heima
Námsefnið er aðgengilegt á vef notendum að kostnaðarlausu.
 
Allir eru velkomnir á kynninguna en nauðsynlegt er að skrá sig með því að smella hér
Þeir sem vilja fylgjast með í gegnum vefinn smella hér
 
Íris Hrönn og Rannveig