Stykur frá Norðurorku 2019
Fimmtudaginn 10. janúar úthlutaði Norðurorka styrkjum til samfélagsverkefna og fór úthlutunin fram í Háskólanum á Akureyri. Sjóðurinn styrkir fjölda mikilvægra samfélagsverkefna og hlutu að þessu sinni 42 aðilar styrki.
Þrjú verkefni sem Miðstöð skólaþróunar kemur að fengu styrk að þessu sinni:
Róbótarallý.
Orðaleikur, rafrænt námsefni fyrir börn og fjölskyldur af erlendum uppruna sem eru að læra íslensku sem annað mál.
Útibókasafn í tilefni þess að á árinu eru 10 ár liðin frá því að Dagur læsis var fyrst haldinn hátíðlegur á Íslandi.
Norðurorku eru færðar bestu þakkir fyrir góðan stuðning.