Föstudaginn 5. janúar úthlutaði Norðurorka styrkjum til samfélagsverkefna og fór athöfnin fram í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Norðurorka veitti styrki til margs konar samfélagverkefna á sviði menningar- og lista, íþrótta- og æskulýðsstarfa og góðgerðamála. Alls fengu 54 fjölbreytt og spennandi verkefni styrk og meðal þeirra var forritunarverkefni Miðstöðvar skólaþróunar HA. Styrkurinn verður notaður til þess að kaupa Bee-Bot og Blue-Bot en það eru forritanleg vélmenni. Vélmennin henta vel til forritunarkennslu í leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla. Bee-Bot og Blue-Bot munu sóma sér vel meðal annarra vélmenna á Snjallvagni MSHA. Á döfinni er að halda snjallsmiðjur og verða þær auglýstar innan tíðar. Það var Íris Hrönn Kristinsdóttir, sérfræðingur sem tók á móti styrknum fyrir hönd MSHA. Við þökkum Norðurorku kærlega fyrir stuðninginn.
Vefsíða Bee-Bot og Blue-Bot
https://www.bee-bot.us/
Með fréttinni fylgir mynd sem Auðunn Níelsson, ljósmyndari tók af styrkþegum eða fulltrúum þeirra að lokinni úthlutun. Á vef Norðurorku er að finna lista yfir verkefnin sem hlutu styrki.
Sjá hér