Námstefna í Byrjendalæsi
föstudaginn 13. september
Föstudaginn 13. september verður haldin Námstefna í Byrjendalæsi í HA. Á námstefnunni koma saman kennarar sem kenna börnum á yngsta stigi grunnskóla með kennsluaðferðinni Byrjendalæsi og áhugafólk um læsi á yngsta stigi grunnskólans.
Í Byrjendalæsi er lögð áhersla á að börn kynnist áhugaverðum bókmenntum og fræðitextum. Barnabókmenntir og aðrir gæðatextar eru nýttir í lestrarkennslunni til að kenna tengsl stafs og hljóðs, efla lesskilning og kveikja áhuga barna á lestri og bókmenntum.
Aðalfyrirlesarar námstefnunnar verða:
- Bergrún Íris Sævarsdóttir rit- og myndhöfundur, fjallar um myndlæsi.
- Guðmundur Engilbertsson læsisfræðingur og deildarforseti við kennaradeild HA fjallar um hvernig hugmyndir um læsi hafa þróast og hvernig hægt er að haga námi og þannig að það stuðli að læsi til nútíðar og framtíðar.
- Dr. Rannveig Oddsdóttir dósent við kennaradeild HA fjallar um niðurstöður rannsóknar á lestrarfærni barna í 1.–2. bekk í Byrjendalæsisskólum.
Skráningarhlekkur og nánari upplýsingar um námstefnuna
Námstefnugjald - 8000 kr.
Ráðstefnan Hvað er að vera læs?
Við vekjum einnig athygli á að á laugardeginum 14. september verður haldin ráðstefnan Hvað er að vera læs? á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og Miðstöðvar skólaþróunar. Á ráðstefnunni verður fjallað um læsi í víðum skilningi og hvernig huga þarf að öllum þáttum læsis í kennslu s.s. lesskilningi, ritun, munnlegri og skriflegri tjáningu og miðlun. Auk aðalfyrirlesara verða málstofuerindi og vinnustofur þar sem kynntar verða aðferðir og reifuð ýmis mál er lúta að læsi.
Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar verða:
- Bragi Valdimar Skúlason fjölmiðlamaður, orðarýnir og orðasmiður.
- Guðmundur Engilbertsson deildarforseti við kennaradeild HA sem mun fjalla um læsi á stigi djúp- og yfirfærslunáms á efri skólastigum.
Auk þrískiptra erinda eftir skólastigum:
- Jóhanna Thelma Einarsdóttir prófessor við heilbrigðisvísindasvið HÍ sem mun fjalla um stöðu fjöltyngdra leikskólabarna á Íslandi.
- Auður Soffíu Björgvinsdóttir aðjúnkt og doktorsnemi við menntavísindasvið HÍ og Guðbjörg R. Þórisdóttir læsisráðgjafi hjá MMS sem munu fjalla um mikilvægi sveigjanleika í heimalestrarþjálfun út frá stöðu nemenda í lestri.
- Ívar Rafn Jónsson lektor við HA sem mun fjalla um læsi framhaldsskólanema á orðræðu og hugtakanotkun sem er við lýði í námsmati.
Auk aðalfyrirlestra verða bæði málstofuerindi og vinnustofur þar sem reifuð verða ýmis mál er lúta að læsi.